Category Archives: Fréttir

Samstarf IFS og FMA í orlofsmálum

Iðnsveinafélag Skagafjarðar og Félag málmiðnaðarmanna Akureyri hafa gert samkomulag sín á milli um gagnkvæma notkun á orlofshúsum félaganna yfir vetrartímann, þ.e. mánuðina september til maí.  Einnig munu félögin skiptast á fjórum vikum yfir sumarið. Verður það auglýst nánar í næsta mánuði þegar opnað verður fyrir umsóknir félagsmanna. Orlofshús FMA er staðsett að Illugastöðum í Fnjóskadal.… Read More »

Desemberuppbót 2014

Desemberuppbótin á almennum markaði, að meðtöldu orlofi, er kr. 73.600 og skal greiðast í síðasta lagi 15. desember miðað við starfshlutfall og starfstíma. Þeir starfsmenn sem fá greidda desemberuppbót jafnharðan með tímakaupi fá greidda kr. 7.200 eingreiðslu 15. desember og kr. 9,62 hækkun á desemberuppbót pr. klst. eða kr. 45,00 frá 1. maí að telja. Starfsmenn sem… Read More »

Heimasíðan komin í nýjan búning

Heimasíða félagsins var hökkuð nú í haust og hefur það tekið nokkurn tíma að setja hana upp á nýjan leik.  Það hefur nú tekist og vonandi fær hún að vera í friði fyrir skemmdarvörgum í framtíðinni.

Aðalfundur 2014 – allt í skorðum

Aðalfundur Iðnsveinafélags Skagafjarðar var haldinn 28. maí 2014 á Strönd.  Starfsemi félagsins á árniu 2013 var með svipuðu sniði og undanfarin ár. Fráfarandi stjórn var kjörin til áframhaldandi setu og örlitlar breytingar urðu á trúnaðarráðinu. Félagsgjaldið er áfram 0,85% af öllum launum, en hámark félagsgjalda pr. ár var hækkað úr 43.000 í 45.000 krónur.

Orlofshúsið í Varmahlíð laust til umsóknar

Nú er liðinn sá tími sem félagsmenn hafa haft til að sækja um orlofshúsið í Varmahlíð sumarið 2014.  Eftir þetta er húsið laust til umsóknir fyrir alla, konur og kalla.  Fyrstur kemur, fyrstur fær. Sækið um hér á heimasíðunni.

Orlofsmál sumarið 2014

Opnað hefur verið fyrir umsóknir félagsmanna um orlofshúsið í Varmahlíð tímabilið júní-ágúst 2014. Gefinn er frestur til að sækja um til 5. maí 2014. Ef einhverjar vikur verða óúthlutaðar eftir að búið verður að afgreiða umsóknir félagsmanna, þá mun þeim verða ráðstafað þannig að fyrstur kemur, fyrstur fær og skiptir þá engu hvort viðkomandi er… Read More »

Kjarasamningar samþykktir

Póstkosningu um kjarasamning milli Samtaka atvinnulífsins og Samiðnar, sem skrifað var undir 21. desember 2013, er lokið hjá félagsmönnum Iðnsveinafélags Skagafjarðar og voru atkvæði talin í kvöld. Á kjörskrá voru 84 félagsmenn og skiluðu 40 þeirra atkvæði eða 47,6 % Atkvæði féllu svo að já sögðu 28 (70%) en nei 12 (30%). Samningur telst því samþykktur… Read More »

Kynningarfundur á Mælifelli

Sameiginlegur kynningarfundur Iðnsveinafélags Skagafjarðar, Öldunnar – stéttarfélags og Verslunarmannafélags Skagafjarðar verður haldinn á Mælifelli, miðvikudaginn 15. janúar 2014, kl. 18:00. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ mun kynna innihald nýgerðs kjarasamnings. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum þessara félaga og eru þeir eindregið hvattir til að mæta og fá kynningu á efni samningsins.   Kynningarefni Samiðnar á kjarasamningum.

Niðurstaðan í samræmi við megin áherslur Samiðnar

Á heimasíðu Samiðnar birtist eftirfarandi frétt þann 27. desember 2013: „Á kjaramálaráðstefnu Samiðnar sem haldin var 20. september s.l. mótuðu fulltrúar aðildarfélaga sambandsins sameignlega stefnu varðandi endurnýjun kjarasamninganna. Skilaboðin voru skýr: Rjúfa sjálfvirkar víxlverkanir kaupgjalds og verðlags og ná verðbólgunni niður að markmiðum Seðlabankans. Að launahækkanir skiluðu sér í auknum kaupmætti en færu ekki beint… Read More »

Vetrarsólstöðusamningarnir – kynning

Kjarasamningurinn sem aðildarsamtök Alþýðusambands Íslands undirrituðu þann 21. desember 2013 við Samtök atvinnulífsins er svokallaður aðfarasamningur. Auk launabreyinga gefur samningurinn aðilum 12 mánuði til að vinna að gerð langtímasamnings sem á að tryggja stöðugleika í íslensku efnahagslífi og aukinn kaupmátt til framtíðar. Vinna við undirbúning slíks langtímasamnings hefst strax í byrjun nýs árs. Með samningnum… Read More »