Category Archives: Fréttir

Desemberuppbót 2013

Desemberuppbótin á almennum markaði, að meðtöldu orlofi, er kr. 52.100 og skal greiðast í síðasta lagi 15. desember miðað við starfshlutfall og starfstíma.   Starfsmenn sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi 1.desember eiga rétt á desemberuppbót. Starfsmenn í ákvæðisvinnu fá greidda desemberuppbót… Read More »

Aðalfundur 2013 verður haldinn 17. maí n.k.

Aðalfundur félagsins verður haldinn á Strönd, Sæmundargötu 7a, Sauðárkróki, föstudaginn 17. maí 2013, kl. 20:00. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Skýrsla stjórnar Ársreikningar félagsins fyrir árið 2012 Kosningar: Stjórnarmenn Trúnaðarráð Orlofsnefnd Skoðunarmenn Ákvörðun um félagsgjald Lagabreytingar Önnur mál Veitingar að hætti félagsins, samkvæmt venju. Félagar mætið vel og stundvíslega. Stjórnin.

Sumarið 2013 – Niðurgreiðsla hótelgistinga og tjaldsvæðakorta

Orlofssjóður Iðnsveinafélags Skagafjarðar mun greiða niður gistingu fyrir félagsmenn sína á 22 hótelum vítt og breitt um landið, sumarið 2013. Samið hefur verið við Edduhótelin sem eru tólf talsins. Einnig hefur verið gerður samningur við Fosshótelin, tíu að tölu. Frekari upplýsingar um skilmála og gistimöguleika eru hér að neðan. Orlofssjóðurinn mun líka greiða niður tjaldstæðakostnað félaga… Read More »

Þjóð á tímamótun – opinn stjórnmálafundur ASÍ

Opinn stjórnmálafundur ASÍ   Grand hótel, fimmtudaginn 11. apríl kl. 19:30 Formönnum þeirra flokka sem eiga sæti á þingi og bjóða fram í alþingiskosningunum 2013 er boðið til að ræða: Gengis- og verðlagsmál Nýtt húsnæðislánakerfi og félagslegt húsnæðiskerfi að danskri fyrirmynd Atvinnu- og menntamál Fundurinn á fimmtudagskvöldið er lokahnykkurinn á fundaferð sem forysta ASÍ fór… Read More »

Vertu á verði

Vertu á verði! – stöndum saman og rjúfum vítahring verðbólgunnar Iðnsveinafélag Skagafjarðar og önnur stéttarfélög innan ASÍ hefja í dag átak gegn verðhækkunum undir yfirskriftinni – Vertu á verði. Almenningur og atvinnulífið eru hvött til að taka höndum saman og rjúfa vítahring verðbólgunnar. Átakinu er ætlað að veita fyrirtækjum og stofnunum aðhald í verðlagsmálum og vekja neytendur… Read More »

Desemberuppbótin 2012

Desemberuppbótin á almennum markaði, að meðtöldu orlofi, er 50.500 kr. og skal greiðast í síðasta lagi 15. desember n.k. miðað við starfshlutfall og starfstíma. Starfsmenn sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi þann 1.desember eiga rétt á desemberuppbót. Starfsmenn í ákvæðisvinnu fá greidda desemberuppbót líkt… Read More »

Fundur á morgun – ASÍ-UNG

Ert þú 18 – 35 ára?  ASÍ-UNG býður félagsmönnum í Öldunni – stéttarfélags, Iðnsveinafélags Skagafjarðar og Verslunarmannafélagi Skagafjarðar sem eru á aldrinum 18 – 35 ára, á stuttan fund fimmtudagskvöldið, 30. ágúst 2012, kl. 20:00 á Kaffi Krók.  Léttar veitingar verða bornar fram. Hrefna G. Björnsdóttir, starfsmaður Skrifstofu stéttarfélaganna og stjórnarmeðlimur ASÍ-UNG, mun verða með… Read More »

Ákvörðun aðalfundar breytt af stjórn og trúnaðarráði

Stjórn og trúnaðarráði þótti ástæða til að breyta og útfæra nánar ákvörðun síðasta aðalfundar um félagsgjald, en þar hafði verið samþykkt að félagsgjald yrði 0,85% af öllum launum frá 1. júní 2012 að telja. Samþykkt var á sameiginlegum fundi þann 30. maí sl. að setja þak á greiðslu félagsgjalda til félagsins.  Samkvæmt því þá er… Read More »

Breyting á stjórn og trúnaðarmánnaráði

Á síðasta aðalfundi gekk Óli Björgvin Jónsson úr stjórn og í hans stað var kjörinn Stefán S. Guðmundsson.  Í trúnaðarmannaráði urðu einnig mannaskipti.  Ingvar Daði Jóhannsson og Rúnar Hjartarson komu inn í staðinn fyrir Stefán S. Guðmundsson og Brynleif Siglaugsson. Nýjum mönnum er óskað velfarnaðar í störfum sínum og þeim sem hættir eru, eru þökkuð… Read More »