1. maí – Samstaða í 100 ár – sókn til nýrra sigra !

Hátíðardagskrá 1. maí hefst kl. 15:00 í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra.
Ræðumaður verður Finnbjörn A. Hermannsson formaður Byggiðnar, félags byggingarmanna.

Að venju verður boði upp á glæsilegt kaffihlaðborð og skemmtiatriði.  Að þessu sinni verða það Kvennakórinn Sóldís og nemendur 10. bekkjar Varmahlíðarskóla sem skemmta, auk þess sem Geirmundur Valtýsson mun leika fyrir gesti af sinni alkunnu snilld.

Félagsmenn fögnum deginum saman !

Að þessum viðburði standa stéttafélögin í Skagafirði.