Aðalfundur Iðnsveinafélags Skagafjarðar fór fram á Kaffi Krók þann 13. maí 2016.
Í stuttu máli fóru aðalfundarstörf vel fram að venju og má segja að hallarbylting hafi ekki verið í huga nokkurs manns. Samþykktir fundarins voru þessar:
- Stjórn félagsins var endurkjörin einróma
- Trúnaðarmannaráð var endurkjörið einróma
- Orlofsnefnd var endurkjörin einróma
- Skoðunarmenn voru reikninga endurkjörnir einróma
- Ákvörðun um félagsgjald var óbreytt, þ.e. 0,85% af öllum launum og að hámarki 50.000 kr. á árinu 2016.
Björgvin Sveinsson formaður félagsins flutti ítarlega skýrslu stjórnar og verður hún birt í sérstarkri færslu hér á síðunni.