Aðalfundur félagsins vel sóttur

Aðalfundur félagsins var haldinn í gær á Kaffi Krók og var vel sóttur af félagsmönnum.  Dagskrá fundarins var með hefðbundnum hætti en í lok dagskrár ræddi gestur fundarins Jóhann Rúnar Sigurðsson varaformaður Samiðnar og formaður Félags málmiðnaðarmanna Akureyri, um stöðuna í kjaramálum. Var erindi hans fróðlegt og spunnust nokkrar umræður um það.

Engar breytingar urðu á stjórn félagsins og orlofsnefnd en lítil breyting var gerð á trúnaðarmannaráði.  Úr trúnaðarmannaráði gengu Ingvar Daði Jóhannsson, aðalmaður og Sigurjón E. Karlsson varamaður.  Rúnar Pálsson færðist úr varamannssæti í aðalráðið og nýjir í vararáðinu eru Skarphéðinn K. Stefánsson og Gunnar Helgi Helgason.

Félagsgjald verður áfram 0,85% af öllum launum en þó að hámarki 50.000 kr. á ári.