Nokkrar spurningar um verkfall og svör við þeim

Hér á síðunni eru nokkrar spurningar um verkfall og svör við þeim.

Hvenær verður atkvæðagreiðsla um verkfall?

  • Ákveðið hefur verið að viðhafa rafræna allsherjaratkvæðagreiðslu um verkfallsboðun félagsmanna IFS. Atkvæðagreiðslan hefst 24. maí 2015 og líkur kl.10:00 þann 1. júní 2015.

Hvenær hefjast verkfallsaðgerðir?

  • Ef samþykki fæst í atkvæðagreiðslu um verkfall meðal félagsmanna er stefnt að því að hefst tímabundið verkfall 10 júní 2015 til og með 16. júní 2015. Ótímabundið verkfall hefst 00.00 24. ágúst 2015 hafi ekki samist fyrir þann tíma.

Til hverra nær mögulegt verkfall?

  • Allra þeirra er vinna eftir almenna kjarasamningnum hjá Samiðn og ekki annað tekið fram í ráðningarsamningi þeirra.
  • Verkfall, ef af verður, tekur einnig til þeirra sem starfa samkvæmt fyrirtækjasamningi sem heyrir undir aðalkjarasamning félagsins við Samtök atvinnulífsins sem er í gegnum kjarasamning Samiðnar.
  • Ef verkfallsaðgerðir eru samþykktar í atkvæðagreiðslu, tekur sú ákvörðun til allra sem í hlut eiga, óháð því hvort þeir greiddu atkvæði með eða á móti verkfalli í atkvæðagreiðslu.

Hvað um félagsmenn í öðrum stéttarfélögum sem ekki eiga aðild að verkfalli/verkbanni.

  • Verkfall tekur ekki til starfsmanna sem eru í öðrum stéttarfélögum og þeim er rétt og skylt að vinna sín venjubundnu störf eins og ekkert hafi í skorist og er þá átt við þau störf sem starfsmaðurinn hefur að öllu jafna verið með höndum, starfsskyldur hans hvorki aukast né minka vegna verkfallsaðgerðanna. Enda þótt starfssvið kunni að skarast er stéttarfélagi ekki heimilt að banna öðrum starfmönnum sem ekki eru í félaginu að inna af hendi venjubundin störf sín. Bendum á að hér gildir líka nema annað sé tekið fram í ráðningarsamning þ.e.a.s. ef tekið er fram í honum að viðkomandi vinni eftir og sé ráðinn eftir kjarasamningi Samiðnar þá ber honum að fella niður störf.

Eru þeir sem semja um laun sín sjálfir beint við atvinnurekanda undanþegnir verkfalli?

  • Komi til verkfalls, tekur verkfallsboðun til allra sem starfa samkvæmt þeim kjarasamningi sem við á og á það bæði við um þá sem taka laun samkvæmt taxta og markaðslaunakerfi.
  • Þeir sem vinna sjáflstætt eru með rekstur eða með kt: á rekstrarfyrirkomulagi eru undanþegnir verkfalli.

Ef starfsmaður er í orlofi eða veikindum þegar verkfall hefst sem tekur til hans vinnustaðar, hvernig eru reglur um launagreiðslur?

  • Í þeim tilfellum þegar starfsmaður er í orlofi þegar verkfall hefst hættir viðkomandi starfsmaður að vera í orlofi og fær ekki orlofslaun á frá sínum vinnuveitanda. Það orlof sem þannig fellur niður er síðan tekið út síðar í samráði við vinnuveitanda. Starfsmaðurinn fær greitt úr vinnudeilusjóði eins og aðrir félagsmenn skv. ákvörðun stjórnar sjóðsins.
  • Sama á við um starfsmann sem er í veikindum, þegar verkfall skellur á – hann hættir að fá greiðslu frá vinnuveitanda í veikindum og nýtur greiðslna úr vinnudeilusjóði skv. ákvörðun stjórnar sjóðsins.

Félagsmenn í atvinnuleit taka ekki þátt í atkvæðagreiðslunni – er það ekki rétt skilið hjá mér.

  • Það er rétt að félagsmenn í atvinnuleit og eru ekki starfandi undir viðkomandi kjarasamningi eða hafa verið fjórar vikur á bótum eiga ekki að taka þátt og halda áfram á bótum hjá vinnumálastofnun skv. lögmönnum ASÍ.

Verkfallið: Er það ekki rétt hjá mér að það fyrra mun hefjast á miðnætti aðfaranótts 10. júní og ljúka á miðnætti að kvöldi 16. júní og það seinna er ótímabundið og mun hefjast á miðnætti aðfaranótt 24. ágúst.

  • Það er rétt:

Hvað með stjórnendur í fyrirtækjum, samanber verkstjóra geta þeir gengið í störf undirmanna sinna.

  • Verkfall nær ekki til stjórnenda í fyrirtækjum og er þá átt við þá sem hafa með höndum framkvæmdarstjórn fyrirtækis eða einstakra deilda innan þess. Þessum aðilum er heimilt að ganga í störf undirmanna sinna en almennt verður þó að gera ráð fyrir því að þeir séu ekki í viðkomandi stéttarfélagi. Þó þeir séu í viðkomandi stéttarfélagi þá ber þeim að sinna starfsskyldum sínum í verfalli og gæta hagsmuna vinnuveitenda síns sem best samkvæmt lögum.

Hvað með eigendur og fjölskyldur þeirra í verkfalli.

  • Eiganda fyrirtækis verður ekki bannað að vinna í verfalli án tillits til hvort hann eigi aðild að stéttarfélagi eð sé innan sttéttarfélagasambands. Þeim er heimilt að sinna sínum hefðbundnu störfum og geta einnig gengið í störf þeirra starfsmanna sem eru í verkfalli og að hann hafi til þess tilskilin réttindi. Almennir hluthafar teljast ekki til eigenda í þessu sambandi. Með sömu rökum myndi fjölskyldu eiganda fyritækis alla jafna vera heimilt að starfa við fyrirtækið í verfalli a.m.k. ef fjölskyldan ætti afkomu sína undir viðgangi fyritækisins.

Hvað með iðnnema í verkfalli.

  • Iðnnemar í Iðnsveinafélagi Skagafjarðar eru fullgildir félagsmenn í okkar félagi og vinna þar af leiðandi eftir kjarasamningi Samiðnar sem IFS er aðili að og falla því undir verkfallsboðun miðað við að þeir vinni eftir þeim samningi sem verkfallsboðunin tekur til.

Er ég skyldugur til að fara í verkfall ef ég hef ekki samþykkt verkfallsboðunina/ekki kosið.

  • Félagsmönnum er skylt að hlýða verkfallsboði stéttarfélags síns og leggja niður vinnu í samræmi við ákvörun þess. Úrsögn úr félaginu eftir að verkfallsboðun hefur verið samþykkt af félagsmönnum gildir ekki. Né heldur gildir það ef boðað hefur verið til kosninga á meðal félagsmanna, það tekur félagsmann sex mánuði að ganga úr félaginu þ.e.a.s. að vera ófélagsbundinn því.

____________________________________________________

SJÁ ÍTARLEGA UMFJÖLLUN UM VERKFÖLL Á HEIMASÍÐU ASÍ