Búið að opna fyrir umsóknir félaga um orlofshús

Notalegheit í orlofi

Notalegheit í orlofi

Opnað hefur verið fyrir sumarumsóknir félagsmanna í orlofshúsið okkar í Varmahlíð og þær vikur sem við skiptum á við Félag málmiðnaðarmanna Akureyri á húsinu þeirra á Illugastöðum. Umsóknir sendist á póstfang Iðnsveinafélagsins ifs@fjolnet.is merkt “ Umsókn orlofshús” fyrir laugardaginn 25. apríl n.k en þá mun verða tilkynnt um hverjir hafa fengið úthlutun. Hér fyrir neðan kemur skiptingin á milli húsanna.

Varmahlíð:  5. júní – 12. júní,   12. júní – 19. júní,   26. júní – 3. júlí,  10. júlí – 17. júlí,  17. júlí – 24. júlí,  31. júlí – 7. ágúst,  7. ágúst – 14. ágúst,  21. ágúst – 29. ágúst, 29. – ágúst – 4. sept.

Illugastaðir:  19. júní – 26. júní,  3. júlí – 10. júlí,  24. júlí – 31. júlí,  14. ágúst – 21. ágúst.