Félagsmenn samþykkja nýja kjarasamninga

Félagsmenn Iðnsveinafélags Skagafjarðar samþykktu nýgerða samninga Samiðnar við SA í nýafstöðnum kosningum. Kosningaþátttaka var mjög dræm. Á kjörskrá sem taldi aðra en bifvélavirkja voru 60 og 23 neyttu atkvæðisréttar síns (38,33%).

Iðnsveinafélag Skagafjarðar

Já sögðu:    17 eða 73,91%

Nei sögðu :     6 eða 26.09%

Tóku ekki afstöðu:  0

Einnig samþykktu bifvélavirkjarnir samninginn við Bílgreinasambandið er þeir kusu í potti með bifvélavirkjum í Félagi Málmiðnaðarmanna Akureyri og FIT félagi málm og tæknigreina.

Já sögðu:     108 eða 54,55%

Nei sögðu :     86 eða 43,43%

Tóku ekki afstöðu:  4 eða 2,02%

Þannig að þeir samningar sem koma inn á okkar borð í þessari lotu eru samþykktir og á að greiða laun eftir þeim um næstu mánaðamót og gildir samningurinn frá 1. maí s.l. þannig að menn eiga að fá hækkun á maí og júní launin líka.

Nú þarf hver og einn að skoða sín mál og kanna hvort kemur betur út fyrir hann að taka launaþróunnartrygginguna eða taxtana, en taxtarnir voru að hækka um ca. 40.000 kr. á mánuðu fyrir 2015.

Athugið að orlofsuppbótin sem var greidd út nú í júní s.l. á líka að hækka.

Sjá frétt á heimasíðu Samiðnar.