Orlofshús sumarið 2016 – opnað fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um orlofshús félagsins fyrir sumarið 2016. Vinsamlega sækið um í tölvupósti ifs@fjolnet.is  Frekari upplýsingar eru á heimasíðu félagsins.

Einungis er hægt að sækja um heilar vikur í sumarleigu og er leigugjaldið 18.000 kr.  Umsóknarfrestur er til 20. apríl n.k. en þá munum við úthluta vikunum. Þeir sem ekki hafa fengið úthlutað áður ganga fyrir.

Vikurnar sem eru í boði eru:

Varmahlíð:  3. júní – 10. júní,  10. júní – 17. júní,  15. júlí – 22. júlí,  22. júlí –29. júlí, 5. ágúst – 12. ágúst, 19. ágúst – 26. ágúst,  26. ágúst – 2. september.

Illugastaðir í Fnjóskadal:  17. júní – 24. júní, 8. júlí – 15. júlí,  29. júlí – 5. ágúst,  12. ágúst – 19. ágúst.
Hér er hægt að sjá upplýsingar um húsið.