Rafræn atkvæðagreiðsla um verkfall

Miðvikudaginn 6. maí s.l. slitnaði upp úr viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá sáttasemjara. Samninganefnd Samiðnar óskaði þá eftir því að aðildarfélög sambandsins létu fara fram kosningu til boðunnar verkfalls meðal félagsmanna sinna sem falla undir kjarasamning Samiðnar og Samtaka Atvinnulífsins (SA). Iðnsveinafélag Skagafjarðar er eitt þessara aðildarfélaga sem vinna eftir kjarasamningi Samiðnar.

Kosning mun hefjast um 24.maí n.k. og lýkur kosningu mánudaginn 1. júní 2015 kl.10:00 og verða úrslit birt sama dag. Búið er að gera samning við fyrirtækið Ap Medía um rafræna kosningu.  Einnig útbúa þeir bækling með kosningalykli sem sendur verður til þeirra félagsmanna sem eru kjörgengnir. Þeir aðilar sem eru kjörgengnir hjá Iðnsveinafélagi Skagafjarðar eru allir þeir sem taka laun eftir almenna kjarasamningnum hjá Samiðn.

Þeir félagsmenn sem vinna hjá fyrirtækjum sem eru í Bílgreinasambandinu og vinna eftir kjarasamningi Bígreinasambandssins eru undanþegnir að svo stöddu en sömu launakröfur hafa verið lagaðar fram þar og í almenna kjarasamningi Samiðnar en viðræður eru ekki komnar að fullu í gang þar enn sem komið er.

Þeir aðilar sem ekki eiga kost að kjósa heima hjá sér rafrænt eða vantar aðstoð til þess geta haft samband við formann félagsins, Björgvin Sveinsson, GSM 896-3007.

Þeir félagsmenn sem ekki fá sendan kjörlykil einhverra hluta vegna en telja sig eiga rétt á því geta haft samband við fomann félagsins sem aðstoðar eftir því sem við á.

Með því að smella hér kemstu inn á kosningasíðuna.