Fundarherferð ASÍ um skiplagsmál

ASÍ hélt fund í Miðgarði þann 4. mars sl. um skipulagsmál sambandsins.  Mættu þar fulltrúar stéttarfélaga á Norðurlandi.  Markmið fundarins var að fá fram með skipulögðum hætti viðhorf og væntingar þátttakenda til uppbyggingar og skipulags verkalýðshreyfingarinnar.  Þátttakendum var skipt upp í sjö hópa þar sem unnið var með eftirtaldar spurningar:

  • Hlutverk ASÍ.  Hvert á það að vera?
  • Skipulag aðilar að kjarasamningum.  Hvernig ætti það að vera?
  • Skipulag ASÍ.  Hvernig ætti það að vera?
  • Jafnræði aðildarsamtaka innan stjórnskipulags ASÍ.  Hvernig á það að vera?
  • Jafnræði kynjanna innan stjórnskipulags ASÍ.  Hvernig ætti það að vera og hvernig náum við því fram?
  • Jafnræði höfuðborgar og landsbyggðar.  Hvernig ætti það að vera?
  • Staða ungs fólks innan ASÍ. Hver ætti hún að vera?

Í framhaldi af þessari fundarherferð verður unnið með þær hugmyndir sem koma fram á þessum fundum í skipulags- og starfsháttanefnd ASÍ, sem leggur þær í framhaldinu fyrir sameiginlegan fund formanna aðildarfélaganna.  Á grundvelli niðurstöðu fundanna vinnur skipulags- og starfsháttanefnd svo tillögur að skipulagsbreytingum ef þörf er talin á.  Miðstjórn mun svo fjalla um breytingartillögurnar og í framhaldi af því fer forysta sambandsins í kynningarferð með þær tillögur sem miðstjórn verður ásátt um að leggja fyrir ársfund ASÍ 2010.

 

3 thoughts on “Fundarherferð ASÍ um skiplagsmál”

  1. The HP HPE7-A01 exam is essential for those pursuing the Aruba Certified Campus Access Professional certification. It evaluates proficiency in deploying and managing Aruba campus networks, including wireless, wired, and security components. Successfully passing this exam demonstrates a strong understanding of Aruba technologies, making it a key credential for advancing in network management careers.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *