Fundarherferð ASÍ um skiplagsmál

ASÍ hélt fund í Miðgarði þann 4. mars sl. um skipulagsmál sambandsins.  Mættu þar fulltrúar stéttarfélaga á Norðurlandi.  Markmið fundarins var að fá fram með skipulögðum hætti viðhorf og væntingar þátttakenda til uppbyggingar og skipulags verkalýðshreyfingarinnar.  Þátttakendum var skipt upp í sjö hópa þar sem unnið var með eftirtaldar spurningar:

  • Hlutverk ASÍ.  Hvert á það að vera?
  • Skipulag aðilar að kjarasamningum.  Hvernig ætti það að vera?
  • Skipulag ASÍ.  Hvernig ætti það að vera?
  • Jafnræði aðildarsamtaka innan stjórnskipulags ASÍ.  Hvernig á það að vera?
  • Jafnræði kynjanna innan stjórnskipulags ASÍ.  Hvernig ætti það að vera og hvernig náum við því fram?
  • Jafnræði höfuðborgar og landsbyggðar.  Hvernig ætti það að vera?
  • Staða ungs fólks innan ASÍ. Hver ætti hún að vera?

Í framhaldi af þessari fundarherferð verður unnið með þær hugmyndir sem koma fram á þessum fundum í skipulags- og starfsháttanefnd ASÍ, sem leggur þær í framhaldinu fyrir sameiginlegan fund formanna aðildarfélaganna.  Á grundvelli niðurstöðu fundanna vinnur skipulags- og starfsháttanefnd svo tillögur að skipulagsbreytingum ef þörf er talin á.  Miðstjórn mun svo fjalla um breytingartillögurnar og í framhaldi af því fer forysta sambandsins í kynningarferð með þær tillögur sem miðstjórn verður ásátt um að leggja fyrir ársfund ASÍ 2010.

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *