Aðalfundur gerði breytingu á félagsgjaldi

Á aðalfundi félagsins sem haldinn var þann 16. maí s.l. var borin upp tillaga frá stjórn um að breyta félagsgjaldi á þann veg að nú verði félagsgjaldið 0,85% af heildarlaunum í stað þess að vera föst tala á mánuði.  Nokkrar umræður spunnust um tillöguna og málið rætt í þaula.  Meirihluti þeirra fundarmanna sem tók afstöðu veittu tillögunni brautargengi.  Breytingin tekur gildi frá og með 1. júní 2012.

Einnig samþykkti fundurinn að breyta reglum um veitingu styrkja vegna náms og námskeiða.  Nú greiðir félagið 30.000 kr. að hámarki á hverju 24 mánaða tímabili.

1 thought on “Aðalfundur gerði breytingu á félagsgjaldi”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *