Atvinnuleysisbætur hækka

Atvinnuleysistryggingar hækka frá og með 1. júní 2011. Grunnatvinnuleysisbætur hækka um 12.000 kr. sem svarar til krónutöluhækkunar kjarasamninga á almennum vinnumarkaði, þær verða því 161.523 kr. á mánuði í stað 149.523 kr. áður. Hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta hækkar einnig og verður að hámarki 254.636 kr. á mánuði.

Jafnframt verður greidd út eingreiðsla til þeirra atvinnuleitenda sem hafa verið tryggðir á tímabilinu 20. febrúar til 19. maí s.l. Þeir einstaklingar sem hafa verið að fullu tryggðir á tímabilinu munu fá greiddar 50.000 kr. í eingreiðslu. Atvinnuleitendur sem eru hlutfallslega tryggðir eða hafa ekki staðfest atvinnuleit á öllu tímabilinu 20. febrúar til 19. maí sl. fá greitt í hlutfallslega við bótarétt og lengd atvinnuleitar. Eingreiðslan verður greidd 10. júní nk.

Þessi frétt er tekin af vef Vinnumálastofnunar.

Þess má geta að ASÍ staðfestir að þetta sé í samræmi við gefin loforð í tengslum við nýgerða kjarasamninga.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *