Category Archives: Óflokkað

Aðalfundur

Aðalfundur félagsins verður haldinn á Kaffi Krók fimmtudaginn 16. maí kl 18:00. Síðan í kjölfarið hefst kynning á nýgerðum kjarasamningum iðnaðarmanna kl 20:00. Kosning um samningana er rafræn og fer fram á samidn.is Matarhlé verður á milli funda, boðið verður upp á súpu.

Orlofsuppbót 2016

Orlofsuppbótin, að meðtöldu orlofi, greiðist þann 1. júní 2016 miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu (01.05. 2015-30.04. 2016), öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl s.l. eða eru í starfi 1. maí 2016. Orlofsuppbótin er 44.500 kr. Húsasmiðir og pípulagningamenn í ákvæðisvinnu… Read More »

1. maí – Samstaða í 100 ár – sókn til nýrra sigra !

Hátíðardagskrá 1. maí hefst kl. 15:00 í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Ræðumaður verður Finnbjörn A. Hermannsson formaður Byggiðnar, félags byggingarmanna. Að venju verður boði upp á glæsilegt kaffihlaðborð og skemmtiatriði.  Að þessu sinni verða það Kvennakórinn Sóldís og nemendur 10. bekkjar Varmahlíðarskóla sem skemmta, auk þess sem Geirmundur Valtýsson mun leika fyrir gesti af sinni… Read More »

Jóla- og nýárskveðja

Stjórn Iðnsveinafélags Skagafjarðar vill færa félagsmönnum sínum og fjölskyldum þeirra bestu jóla- og nýárskveðjur, sem og öðrum landsmönnum, með ósk um að árið 2015 verði öllum farsælt í leik og starfi.

Desemberuppbót 2014

Desemberuppbótin á almennum markaði, að meðtöldu orlofi, er kr. 73.600 og skal greiðast í síðasta lagi 15. desember miðað við starfshlutfall og starfstíma. Þeir starfsmenn sem fá greidda desemberuppbót jafnharðan með tímakaupi fá greidda kr. 7.200 eingreiðslu 15. desember og kr. 9,62 hækkun á desemberuppbót pr. klst. eða kr. 45,00 frá 1. maí að telja. Starfsmenn sem… Read More »