Desemberuppbót

Desemberuppbót – greiðist í síðasta lagi 15. desember nk.

Desemberuppbótin, að meðtöldu orlofi, er kr. 46.800 og skal greiðast í síðasta lagi 15. desember miðað við starfshlutfall og starfstíma.  Starfsmenn sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi 1. desember eiga rétt á desemberuppbót.  Starfsmenn í ákvæðisvinnu fá greidda desemberuppbót líkt og aðrir.  Sá tími sem starfsmaður er í fæðingarorlofi telst sem starfstími við útreikning desemberuppbótar.

Iðnnemar í fullu starfi hjá fyrirtæki á námstíma fá fulla desemberuppbót. 

Fullt starf telst vera 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof.

Desemberuppbót hjá ríkinu er kr. 46.800.
Desemberuppbót hjá Reykjavíkurborg er kr. 50.000.
Desemberuppbót hjá öðrum sveitarfélögum er kr. 72.399.

Sjá útreikning desemberuppbótar.

2 thoughts on “Desemberuppbót”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *