Fjölbrautaskólanum gefnar gjafir

gjafir

Í gær var glæsileg viðbygging við verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra vígð formlega.  Einnig var endurgerð eldri byggingar fagnað, en það hús er orðið sem nýtt.  Má segja að nú væsi ekki um nemendur og kennara í þessum góðu húsakynnum.  Tækjakostur hefur verið elfdur mjög og Iðnsveinafélagið lét ekki sitt eftir liggja og afhenti skólanum tvær gjafir fyrir nokkru síðan að verðmæti um 450 þús. króna. 

Tréiðnadeildinni var gefin fullkomin DeWalt bútsög, sem hægt er að halla og snúa á marga vegu.  Fylgir söginni borð með útdraganlegum löndum.  Málmiðnadeildinni var fært uppmerkiborð með tveimur  hæðarmælum.  Annar er stafrænn en hinn mekanískur með stækkurnargleri til að auðvelda aflestur. Von er til þess að góð umgjörð, kennsla og búnaður iðnnáms við skólann muni efla iðnmentun í héraði og draga að nemendur annars staðar frá til náms. Skólanum er óskað velfarnaðar í framtíðinni.

1 thought on “Fjölbrautaskólanum gefnar gjafir”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *