Fundur á morgun – ASÍ-UNG

Ert þú 18 – 35 ára?  ASÍ-UNG býður félagsmönnum í Öldunni – stéttarfélags, Iðnsveinafélags Skagafjarðar og Verslunarmannafélagi Skagafjarðar sem eru á aldrinum 18 – 35 ára, á stuttan fund fimmtudagskvöldið, 30. ágúst 2012, kl. 20:00 á Kaffi Krók.  Léttar veitingar verða bornar fram.

Hrefna G. Björnsdóttir, starfsmaður Skrifstofu stéttarfélaganna og stjórnarmeðlimur ASÍ-UNG, mun verða með stutta kynningu á ASÍ-UNG og fyrirhuguðu þingi, sem haldið verður í Reykjavík 14. sept. n.k.

Í lok fundar verða svo þrír heppnir þingfulltrúar (einn frá hverju félagi) kosnir til að mæta á sjálft þingið.

Ef þið hafið einhverjar spurningar eða hugleiðingar þá endilega hafið samband við Hrefnu, í síma: 453-5433 / 453-6933 eða með netpósti í netfangið hrefna@stettarfelag.is .

Allir ungir félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna!

P.s.

Endilega grípið með ykkur vin á fundinn!

Nánari upplýsingar um þingið eru hér.

2 thoughts on “Fundur á morgun – ASÍ-UNG”

  1. Thank you for your sharing. I am worried that I lack creative ideas. It is your article that makes me full of hope. Thank you. But, I have a question, can you help me?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *