Fundur á Sauðárkróki um stofnun ASÍ-UL

Ákveðið hefur verið að stofna til þings ungs launafólks innan Alþýðusambands Íslands, ASÍ-UL. Þingið er ætlað fólki á aldrinum 18-35 ára og eiga öll aðildarfélög innan Alþýðusambandsins einn fulltrúa á

þinginu. Undirbúningsnefnd stofnþings ASÍ-UL hefur ákveðið að boða til fundar á Sauðárkróki þann 28. mars n.k. kl. 17:00 – 20:00. Markmið með fundinum er að víðtæk samvinna og samstaða skapist meðal ungs fólks í aðildarfélögum ASÍ. Þannig er mikilvægt að undirbúningshópur ASÍ-UL geti sótt hugmyndir, áherslur og stuðning frá ungu fólki í öllum aðildarfélögum ASÍ og jafnframt að félagslegt bakland verði til í aðildarfélögum sem fulltrúar þeirra á þinginu ASÍ-UL geti sótt til.

Á fundinn eru ungir félagsmenn Iðnsveinafélags Skagafjarðar boðaðir, til að koma skoðunum sínum á framfæri og til að hafa áhrif. Vinsamlegast látið vita í síma félagsins (896-3007) eða sendið tölvupóst á ifs@fjolnet.is fyrir þriðjudaginn 15 mars nk. ef áhugi er til að sitja fundinn. Fundinn munu sækja ungt launafólk í Stéttarfélögunum Samstöðu, Iðnsveinafélagi Húnvetninga, Öldunni stéttarfélagi, Verslunarmannafélagi Skagafjarðar, Iðnsveinafélagi Skagafjarðar auk annara aðildarfélaga ASÍ á Norðurlandi vestra.

Þeir sem þegar hafa skráð sig hjá formanni félagsins þurfa ekki að skrá sig aftur eftir birtingu þessarar fréttar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.