Kynningarfundur á Mælifelli

Iðnsveinafélag Skagafjarðar, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og Aldan – stéttarfélag halda sameiginlegan kynningarfund um nýgerða kjarasamninga á miðvikudaginn 11. maí nk., kl. 18:00 á Mælifelli.  Á fundinn kemur Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ og kynnir samninginn og svarar fyrirspurnum úr sal.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta og kynna sér efni samningsins.  Sjá hér. Félagsmenn Iðnsveinafélagsins munu síðan greiða atkvæði um samninginn í póstkosningu. Kosningu mun ljúka 23. maí nk.

Nánar um það síðar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *