Leiðin liggur í leikhúsið

Stjórn félagsins hefur ákveðið að bjóða félagsmönnum sínum á Sæluvikuleikrit Leikfélags Sauðárkróks, Fólkið í blokkinni.  Félagið greiðir einn miða fyrir hvern félagsmann á sýninguna og ef fleiri miðar eru pantaðir fá félagsmenn þá á hópafsláttarverði, kr. 1.900.

Leikfélag Sauðárkróks og Ólafshús bjóða saman leikhúsmiða á leikverkið og þriggja rétta máltíð á einungis kr. 4.000.

Nánari upplýsingar og miðasala eru hjá Herdísi í Kompunni frá kl. 13-18 og í síma 849-9434.  Við pöntun skal félagsmaður taka fram að hann sé félagsmaður í Iðnsveinafélagi Skagafjarðar.

Heimasíða Leikfélags Sauðárkróks

1 thought on “Leiðin liggur í leikhúsið”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *