Meistaranám iðnaðarmanna

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra býður upp á meistaranám iðnaðarmanna, almennan hluta, á næsta skólaári ef næg þátttaka fæst.  Gert er ráð fyrir að nám fari fram síðdegis og kennt verði í gegnum fjarfundarbúnað utan Skagafjarðar.  Umsóknarfrestur er til 1. maí nk.  Skráning og upplýsingar eru í síma 455 8000.

Iðnsveinafélagið hvetur félagsmenn sína til að sækja sér aukin réttindi og menntun.  Þetta nám er styrkt af félaginu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *