Opinn fundur um kjaramál

Opinn fuASÍ logondur um kjaramál verður haldinn á Mælifelli, Sauðárkróki, kl. 17:00, þriðjudaginn 21. september nk. Um er að ræða sameiginlegan fund með stjórnum og trúnaðarráðum Iðnsveinafélags Skagafjarðar, Verslunarmannafélags Skagafjarðar og Öldunnar – stéttarfélags.

Fundurinn verður opinn öllum almennum félagsmönnum þessara félaga og eru þeir eindregið hvattir til að mæta á fundinn.

Efni fundarins verða horfur í efnahagsmálum og kjarasamningarnir framundan. Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ verður gestur fundarins og mun fræða fundarmenn og upplýsa.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *