Orlofsmál sumarið 2014

Opnað hefur verið fyrir umsóknir félagsmanna um orlofshúsið í Varmahlíð tímabilið júní-ágúst 2014. Gefinn er frestur til að sækja um til 5. maí 2014. Ef einhverjar vikur verða óúthlutaðar eftir að búið verður að afgreiða umsóknir félagsmanna, þá mun þeim verða ráðstafað þannig að fyrstur kemur, fyrstur fær og skiptir þá engu hvort viðkomandi er félagsmaður eða ekki.

 

Mælst er til þess að umsóknareyðublað hér á heimasíðunni sé notað til að senda inn umsóknirnar.

Leiguverð eru óbreytt frá árinu 2008 varðandi orlofshúsið. Vikuleigan er 18.000 kr. og helgarleiga 9.000 kr.

Félagið mun einnig verða með til sölu gistináttamiða Fosshótelum eins og undanfarin ár. Vinsamlegast hafið samband við Björgvin Sveinsson formann félagsins vegna gistimiðanna. Nánari upplýsingar eru hér.

Tjaldsvæðakostnaður verður einnig niðurgreiddur um 50% sumarið 2014, gegn framvísun frumrits reiknings eða kvittunar, þó að hámarki kr. 10.000.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *