Orlofsuppbót og álag

Orlofsuppbótin, að meðtöldu orlofi, greiðist þann 1. júní 2011 miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu (01.05.-30.04), öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30.04. eða eru í starfi 01.05.  Orlofsuppbótin er kr. 26.900 (kr. 36.900 m/álagi). Starfsmenn í ákvæðisvinnu fá greidda orlofsuppbót líkt og aðrir. Á árinu 2011 greiðist sérstakt álag á orlofsuppbót kr. 10.000 nema ASÍ hafi ákveðið að samningarnir gildi til loka 2012.  Álagið greiðist út samhliða greiðslu orlofsuppbótar samkvæmt kjarasamningi.

Iðnnemar í fullu starfi hjá fyrirtæki á námstíma fá fulla orlofsuppbót.  

Fullt starf telst vera 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof.

 

Sjá útreikning orlofsuppbótar.

 

Tekið af vef Samiðnar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *