Páll stígur af stalli

Páll og BjörgvinÁ aðalfundi félagsins í gær, gerðust þau tíðindi helst að Páll Sighvatsson lét af formennsku í félaginu eftir 14 ára farsælan feril.  Einnig vék úr stjórn félagsins Björn Sverrisson eftir sömuleiðis langa setu.  Er þeim félögum þökkuð góð og vel unnin störf í þágu félagsins.  Þeir fara þó ekki langt og taka sæti í trúnaðarmannaráði sem er stjórninni til halds og trausts.  Nýir menn í stjórninni eru þeir Hrannar Freyr Gíslason og Ingimundur S. Ingvarsson. Eru þeir boðnir velkomnir til starfa og óskað farsældar sem og öðrum í stjórn félagsins, þeim Björgvin Sveinssyni, Hirti Elefsen og Óla Björgvin Jónssyni. Upplýsingar um skipan trúnaðarmannaráðs, orlofsnefndar og skoðunarmanna hafa verið uppfærðar.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *