Þjóð á tímamótun – opinn stjórnmálafundur ASÍ

Opinn stjórnmálafundur ASÍ

 

Grand hótel, fimmtudaginn 11. apríl kl. 19:30

Formönnum þeirra flokka sem eiga sæti á þingi og bjóða fram í alþingiskosningunum 2013 er boðið til að ræða:

  1. Gengis- og verðlagsmál
  2. Nýtt húsnæðislánakerfi og félagslegt húsnæðiskerfi að danskri fyrirmynd
  3. Atvinnu- og menntamál

Fundurinn á fimmtudagskvöldið er lokahnykkurinn á fundaferð sem forysta ASÍ fór um landið í febrúar og mars. Í þeirri ferð voru fyrrnefnd málefni rædd á 10 fundum með stjórnum og trúnaðarráðum stéttarfélaganna. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ mun opna fundinn á 15 mínútna erindi þar sem hann kynnir stuttlega tillögur og sýn Alþýðusambandsins í þessum málaflokkum. Þar á eftir fá formennirnir ca. 5 mínútur hver til að bregðast við og tæpa á stefnu síns flokks í málaflokkunum. Að því loknu verða opnar umræður m.a. með fyrirspurnum úr sal (og af Facebook).

Fundurinn verður sendur beint út á www.asi.is

Þátttakendur:

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ

Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ (fundarstjóri)

Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður (stjórnar umræðum)

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins

Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri-grænna

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins

 

Alþýðusamband Íslands

1 thought on “Þjóð á tímamótun – opinn stjórnmálafundur ASÍ”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *