Umsókir um orlofshús og fellihýsi 2011

Í dag verða umsóknareyðublöð um orlofshúsið í Varmahlíð og fellihýsið póstsend til félagsmanna.  Gefinn er frestur til að sækja um til 15. maí 2011.  Ef einhverjar vikur verða óúthlutaðar eftir að búið verður að afgreiða umsóknirnar, þá mun þeim verða ráðstafað þannig að fyrstur kemur, fyrstur fær og skiptir þá engu hvort viðkomandi er félagsmaður eða ekki.

Mælst er til þess að umsóknareyðublöð hér á heimasíðunni séu notuð til að senda inn umsóknirnar.

Leiguverð eru óbreytt frá árinu 2008.  Vikuleiga orlofshúss er 18.000 kr. og leiga á fellihýsi er 9.000 kr.

1 thought on “Umsókir um orlofshús og fellihýsi 2011”

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *