Category Archives: Kjaramál

Nýr kjarasamningur samþykktur með 91% greiddra atkvæða

Sameiginlegri allsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna aðildarsamtaka ASÍ um kjarasamning milli aðildarsamtaka ASÍ og SA frá 21. janúar 2016 lauk kl. 12 á hádegi, föstudaginn 26. febrúar 2016. Já sögðu 9.724 eða 91,28%. Nei sögðu 832 eða 7,81%. Auðu skiluðu 97 eða 0,91%. Kjarasamningurinn var því samþykktur. Á kjörskrá voru 75.635. atkvæði greiddu 10.653 eða 14,08%. Kjörstjórn aðildarsamtaka… Read More »

Kosningar um nýja kjarasamninga hafnar

Rafrænar kosningar hófust í gærmorgun um eftirfarandi kjarasamninga.  Félagsmenn eru hvattir til að nýta atkvæðisrétt sinn. Samningur milli ASÍ og SA sem skrifað var undir 21. janúar 2016. Nýji kjarasamningurinn er með gildistíma frá 1. janúar s.l. til ársloka 2018.  Atkvæðagreiðsla um samninginn þarf að vera lokið fyrir 26. febrúar n.k. Kjarasamningurinn felur í sér… Read More »

Félagsmenn samþykkja nýja kjarasamninga

Félagsmenn Iðnsveinafélags Skagafjarðar samþykktu nýgerða samninga Samiðnar við SA í nýafstöðnum kosningum. Kosningaþátttaka var mjög dræm. Á kjörskrá sem taldi aðra en bifvélavirkja voru 60 og 23 neyttu atkvæðisréttar síns (38,33%). Iðnsveinafélag Skagafjarðar Já sögðu:    17 eða 73,91% Nei sögðu :     6 eða 26.09% Tóku ekki afstöðu:  0 Einnig samþykktu bifvélavirkjarnir samninginn við Bílgreinasambandið er… Read More »

Kynning á nýjum kjarasamningi á Kaffi Krók

Kynningarfundur á ný gerðum kjarasamningi á milli Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins verður haldinn á Kaffi Krók miðvikudaginn 8. júlí n.k. kl. 18:30. Boðið verður upp á súpu og brauð.  Vonumst til að sjá sem flesta. Stjórnin.

Samningar undirritaðir og verkfalli aflýst

Í gær undirritaði Samiðn f.h. aðildarfélaga nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins sem gildir til loka árs 2018. Almennar launahækkanir eru í takt við gerða samninga Flóans og VR sem undirritaðir voru 29. maí s.l. og voru samþykktir í dag með miklum meirihluta atkvæða. Almennar launahækkanir eru metnar á um 16% en þær eru breytilegar vegna launaþróunartryggingar.… Read More »

Verkfalli frestað til 22. júní

Síðustu daga hafa staðið yfir viðræður milli Samiðnar, MATVÍS, RSÍ, VM, Grafíu /FBM og Félags hársnyrtisveina við SA um endurnýjun kjarasamninga. Samiðn, Grafía /FBM, Félag hársnyrtisveina og SA hafa orðið sammála um að stefna að því að ljúka samningum fyrir 12. júní n.k. náist samkomulag um sérkröfur fyrir þann tíma. Samninganefndir þessara félaga og sambanda… Read More »

Fréttatilkynning – niðurstaða allsherjaratkvæðagreiðslu um verkfallsheimild

Fréttatilkynning frá iðnaðarmannafélögunum mánudaginn  1. júní  2015 vegna allsherjaratkvæðagreiðslu um verkfallsheimild. Félög iðnaðarmanna sem eru með samstarf um endurnýjun á almenna kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins, MATVÍS, Grafía/FBM, VM, aðildarfélög Samiðnar, Félag hársnyrtisveina og aðildarfélög RSÍ viðhöfðu allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sinna um heimild til verkfallsboðunar. Atkvæðagreiðslunni lauk í dag kl. 10:00. Kosningarnar náðu til 10.499 félagsmanna… Read More »

Fréttatilkynning frá iðnaðarmannafélögunum

Félög iðnaðarmanna, MATVÍS, Grafía/FBM, VM, Samiðn, Félag hársnyrtisveina og RSÍ sem eru með samstarf við endurnýjun kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins,  vilja koma  á framfæri að þau telji að kjarasamningar sem voru undirritaðir voru  í dag [29. maí 2015] komi ekki  nægjanlega  til móts við framlagðar kröfur og hefur því sáttasemjari boðað til fundar n.k þriðjudag.… Read More »

Greiðsla orlofsuppbótar í maí 2015

Talsvert hefur verið um fyrirspurnir hvernig haga skuli greiðslu orlofsuppbótar fyrir þá félagsmenn sem fylgja kjarasamningum sem runnið hafa út og ekki verið endurnýjaðir.  Því er til að svara að Samiðn mælist til þess að miðað verði við umsamda orlofsuppbót sem tilgreind var í síðasta kjarasamningi.  Verði samið um hærri fjárhæð í yfirstandandi samningaviðræðum verði… Read More »

Nokkrar spurningar um verkfall og svör við þeim

Hér á síðunni eru nokkrar spurningar um verkfall og svör við þeim. Hvenær verður atkvæðagreiðsla um verkfall? Ákveðið hefur verið að viðhafa rafræna allsherjaratkvæðagreiðslu um verkfallsboðun félagsmanna IFS. Atkvæðagreiðslan hefst 24. maí 2015 og líkur kl.10:00 þann 1. júní 2015. Hvenær hefjast verkfallsaðgerðir? Ef samþykki fæst í atkvæðagreiðslu um verkfall meðal félagsmanna er stefnt að því… Read More »