Samningar undirritaðir og verkfalli aflýst

Í gær undirritaði Samiðn f.h. aðildarfélaga nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins sem gildir til loka árs 2018. Almennar launahækkanir eru í takt við gerða samninga Flóans og VR sem undirritaðir voru 29. maí s.l. og voru samþykktir í dag með miklum meirihluta atkvæða. Almennar launahækkanir eru metnar á um 16% en þær eru breytilegar vegna launaþróunartryggingar.… Read More »

Verkfalli frestað til 22. júní

Síðustu daga hafa staðið yfir viðræður milli Samiðnar, MATVÍS, RSÍ, VM, Grafíu /FBM og Félags hársnyrtisveina við SA um endurnýjun kjarasamninga. Samiðn, Grafía /FBM, Félag hársnyrtisveina og SA hafa orðið sammála um að stefna að því að ljúka samningum fyrir 12. júní n.k. náist samkomulag um sérkröfur fyrir þann tíma. Samninganefndir þessara félaga og sambanda… Read More »

Fréttatilkynning – niðurstaða allsherjaratkvæðagreiðslu um verkfallsheimild

Fréttatilkynning frá iðnaðarmannafélögunum mánudaginn  1. júní  2015 vegna allsherjaratkvæðagreiðslu um verkfallsheimild. Félög iðnaðarmanna sem eru með samstarf um endurnýjun á almenna kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins, MATVÍS, Grafía/FBM, VM, aðildarfélög Samiðnar, Félag hársnyrtisveina og aðildarfélög RSÍ viðhöfðu allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sinna um heimild til verkfallsboðunar. Atkvæðagreiðslunni lauk í dag kl. 10:00. Kosningarnar náðu til 10.499 félagsmanna… Read More »

Fréttatilkynning frá iðnaðarmannafélögunum

Félög iðnaðarmanna, MATVÍS, Grafía/FBM, VM, Samiðn, Félag hársnyrtisveina og RSÍ sem eru með samstarf við endurnýjun kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins,  vilja koma  á framfæri að þau telji að kjarasamningar sem voru undirritaðir voru  í dag [29. maí 2015] komi ekki  nægjanlega  til móts við framlagðar kröfur og hefur því sáttasemjari boðað til fundar n.k þriðjudag.… Read More »

Greiðsla orlofsuppbótar í maí 2015

Talsvert hefur verið um fyrirspurnir hvernig haga skuli greiðslu orlofsuppbótar fyrir þá félagsmenn sem fylgja kjarasamningum sem runnið hafa út og ekki verið endurnýjaðir.  Því er til að svara að Samiðn mælist til þess að miðað verði við umsamda orlofsuppbót sem tilgreind var í síðasta kjarasamningi.  Verði samið um hærri fjárhæð í yfirstandandi samningaviðræðum verði… Read More »

Nokkrar spurningar um verkfall og svör við þeim

Hér á síðunni eru nokkrar spurningar um verkfall og svör við þeim. Hvenær verður atkvæðagreiðsla um verkfall? Ákveðið hefur verið að viðhafa rafræna allsherjaratkvæðagreiðslu um verkfallsboðun félagsmanna IFS. Atkvæðagreiðslan hefst 24. maí 2015 og líkur kl.10:00 þann 1. júní 2015. Hvenær hefjast verkfallsaðgerðir? Ef samþykki fæst í atkvæðagreiðslu um verkfall meðal félagsmanna er stefnt að því… Read More »

Rafræn atkvæðagreiðsla um verkfall

Miðvikudaginn 6. maí s.l. slitnaði upp úr viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá sáttasemjara. Samninganefnd Samiðnar óskaði þá eftir því að aðildarfélög sambandsins létu fara fram kosningu til boðunnar verkfalls meðal félagsmanna sinna sem falla undir kjarasamning Samiðnar og Samtaka Atvinnulífsins (SA). Iðnsveinafélag Skagafjarðar er eitt þessara aðildarfélaga sem vinna eftir kjarasamningi Samiðnar. Kosning mun hefjast um… Read More »

Aðalfundur félagsins vel sóttur

Aðalfundur félagsins var haldinn í gær á Kaffi Krók og var vel sóttur af félagsmönnum.  Dagskrá fundarins var með hefðbundnum hætti en í lok dagskrár ræddi gestur fundarins Jóhann Rúnar Sigurðsson varaformaður Samiðnar og formaður Félags málmiðnaðarmanna Akureyri, um stöðuna í kjaramálum. Var erindi hans fróðlegt og spunnust nokkrar umræður um það. Engar breytingar urðu… Read More »

Búið að opna fyrir umsóknir félaga um orlofshús

Opnað hefur verið fyrir sumarumsóknir félagsmanna í orlofshúsið okkar í Varmahlíð og þær vikur sem við skiptum á við Félag málmiðnaðarmanna Akureyri á húsinu þeirra á Illugastöðum. Umsóknir sendist á póstfang Iðnsveinafélagsins ifs@fjolnet.is merkt “ Umsókn orlofshús” fyrir laugardaginn 25. apríl n.k en þá mun verða tilkynnt um hverjir hafa fengið úthlutun. Hér fyrir neðan kemur… Read More »

Samstarf IFS og FMA í orlofsmálum

Iðnsveinafélag Skagafjarðar og Félag málmiðnaðarmanna Akureyri hafa gert samkomulag sín á milli um gagnkvæma notkun á orlofshúsum félaganna yfir vetrartímann, þ.e. mánuðina september til maí.  Einnig munu félögin skiptast á fjórum vikum yfir sumarið. Verður það auglýst nánar í næsta mánuði þegar opnað verður fyrir umsóknir félagsmanna. Orlofshús FMA er staðsett að Illugastöðum í Fnjóskadal.… Read More »