Category Archives: Fréttir

Aðalfundur 2016 – skýrsla stjórnar

Eftirfarandi er skýrsla stjórnar Iðnsveinafélags Skagafjarðar fyrir starfsárið 2015-2016 sem Björgvin J. Sveinsson flutti á aðalfundi félagsins þann 13. maí 2016: Þetta starfsár hefur verið óhefðbundið að nokkru leyti, eða vegna þess að á árinu 2015 átti félagið 50 ára afmæli sem við héldum upp á á haustdögum en vegna mikillar óvissu á fyrri hluta… Read More »

Aðalfundi 2016 lokið

Aðalfundur Iðnsveinafélags Skagafjarðar fór fram á Kaffi Krók þann 13. maí 2016. Í stuttu máli fóru aðalfundarstörf vel fram að venju og má segja að hallarbylting hafi ekki verið í huga nokkurs manns.  Samþykktir fundarins voru þessar: Stjórn félagsins var endurkjörin einróma Trúnaðarmannaráð var endurkjörið einróma Orlofsnefnd var endurkjörin einróma Skoðunarmenn voru reikninga endurkjörnir einróma… Read More »

Orlofshús sumarið 2016 – opnað fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um orlofshús félagsins fyrir sumarið 2016. Vinsamlega sækið um í tölvupósti ifs@fjolnet.is  Frekari upplýsingar eru á heimasíðu félagsins. Einungis er hægt að sækja um heilar vikur í sumarleigu og er leigugjaldið 18.000 kr.  Umsóknarfrestur er til 20. apríl n.k. en þá munum við úthluta vikunum. Þeir sem ekki hafa fengið úthlutað… Read More »

Nýr kjarasamningur samþykktur með 91% greiddra atkvæða

Sameiginlegri allsherjaratkvæðagreiðslu félagsmanna aðildarsamtaka ASÍ um kjarasamning milli aðildarsamtaka ASÍ og SA frá 21. janúar 2016 lauk kl. 12 á hádegi, föstudaginn 26. febrúar 2016. Já sögðu 9.724 eða 91,28%. Nei sögðu 832 eða 7,81%. Auðu skiluðu 97 eða 0,91%. Kjarasamningurinn var því samþykktur. Á kjörskrá voru 75.635. atkvæði greiddu 10.653 eða 14,08%. Kjörstjórn aðildarsamtaka… Read More »

Kosningar um nýja kjarasamninga hafnar

Rafrænar kosningar hófust í gærmorgun um eftirfarandi kjarasamninga.  Félagsmenn eru hvattir til að nýta atkvæðisrétt sinn. Samningur milli ASÍ og SA sem skrifað var undir 21. janúar 2016. Nýji kjarasamningurinn er með gildistíma frá 1. janúar s.l. til ársloka 2018.  Atkvæðagreiðsla um samninginn þarf að vera lokið fyrir 26. febrúar n.k. Kjarasamningurinn felur í sér… Read More »

Félagsmenn samþykkja nýja kjarasamninga

Félagsmenn Iðnsveinafélags Skagafjarðar samþykktu nýgerða samninga Samiðnar við SA í nýafstöðnum kosningum. Kosningaþátttaka var mjög dræm. Á kjörskrá sem taldi aðra en bifvélavirkja voru 60 og 23 neyttu atkvæðisréttar síns (38,33%). Iðnsveinafélag Skagafjarðar Já sögðu:    17 eða 73,91% Nei sögðu :     6 eða 26.09% Tóku ekki afstöðu:  0 Einnig samþykktu bifvélavirkjarnir samninginn við Bílgreinasambandið er… Read More »

Kynning á nýjum kjarasamningi á Kaffi Krók

Kynningarfundur á ný gerðum kjarasamningi á milli Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins verður haldinn á Kaffi Krók miðvikudaginn 8. júlí n.k. kl. 18:30. Boðið verður upp á súpu og brauð.  Vonumst til að sjá sem flesta. Stjórnin.

Samningar undirritaðir og verkfalli aflýst

Í gær undirritaði Samiðn f.h. aðildarfélaga nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins sem gildir til loka árs 2018. Almennar launahækkanir eru í takt við gerða samninga Flóans og VR sem undirritaðir voru 29. maí s.l. og voru samþykktir í dag með miklum meirihluta atkvæða. Almennar launahækkanir eru metnar á um 16% en þær eru breytilegar vegna launaþróunartryggingar.… Read More »

Aðalfundur félagsins vel sóttur

Aðalfundur félagsins var haldinn í gær á Kaffi Krók og var vel sóttur af félagsmönnum.  Dagskrá fundarins var með hefðbundnum hætti en í lok dagskrár ræddi gestur fundarins Jóhann Rúnar Sigurðsson varaformaður Samiðnar og formaður Félags málmiðnaðarmanna Akureyri, um stöðuna í kjaramálum. Var erindi hans fróðlegt og spunnust nokkrar umræður um það. Engar breytingar urðu… Read More »

Búið að opna fyrir umsóknir félaga um orlofshús

Opnað hefur verið fyrir sumarumsóknir félagsmanna í orlofshúsið okkar í Varmahlíð og þær vikur sem við skiptum á við Félag málmiðnaðarmanna Akureyri á húsinu þeirra á Illugastöðum. Umsóknir sendist á póstfang Iðnsveinafélagsins ifs@fjolnet.is merkt “ Umsókn orlofshús” fyrir laugardaginn 25. apríl n.k en þá mun verða tilkynnt um hverjir hafa fengið úthlutun. Hér fyrir neðan kemur… Read More »